VIÐ DJÚPIÐ

Column 1:

Á undanförnum 11 árum hefur tónlistarhátíðin Við Djúpið farið fram um sumarsólstöður á Ísafirði. Hátíðin hefur á seinni árum hennar skipað sér í fremstu röð tónlistarviðburða landsins með metnaðarfullri dagskrá, nýsköpun og námskeiðahaldi. Hátíðarhald sem þetta er dýrt og hefur fjármögnun hátíðarinnar byggt á opinberum styrkjum, samstarfssamningum við einkaaðila og sértekjum af miðasölu og námskeiðsgjöldum. 

Fjármögnun hátíðarinnar hefur því miður ekki gengið nægilega vel og nú þegar tveir af meginfjármögnunaraðilum hátíðarinnar hafa ekki gefið út vilyrði fyrir styrkjum henni til handa lítur áframhaldið ekki nægilega vel út. Eftir töluverða yfirlegu, samtöl við ráðgjafa og fleiri, hefur verið ákveðið að það sé óábyrgt að leggja út í þá vegferð að halda 12. tónlistarhátíðina Við Djúpið í sumar.

 

Column 2:

NÝ TÓNSKÁLD

Fimmta árið í röð hefur tónlistarhátiðin Við Djúpið pantað tónverk af 3 ungum tónskáldum. Kammerhópurinn Decoda æfir verkin að tónskáldunum viðstöddum á hátíðinni og frumflytur þau svo sérstaklega á tónleikum laugardaginn 22. júní.

Tónskáldin eru:

ÁRNI FREYR GUNNARSSON
FINNUR KARLSSON
ÚLFUR HANSSON

 

DAGSKRÁ FYRIR ALLA

Tónlistarhátíðin býður upp á dagskrá fyrir alla, allan daginn, frá morgni til kvölds. Alla daga hátíðarinnar er boðið upp á þrenna tónleika af fjölbreyttu tagi. Allir tónleikarnir eru að sjálfsögðu opnir öllum.

Kennsla á námskeiðum er rauði þráður hátíðarinnar. Kennslan fer fram frá þriðjudagi til laugardags, að mestu leiti í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Námskeiðin eru opin almenningi til áheyrnar.

Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána og miðaverð.

Column 3:

AÐALKENNARAR //
ARTISTS IN RESIDENCE:

JAMES MCVINNIE

OWEN DALBY

MYNDIR OG MEIRA //
PHOTOS AND NEWS

Það er tilvalið að heimsækja Facebook síðu hátíðarinnar til að skoða myndir frá liðnum hátíðum. Á síðunni birtast líka skemmtilegir tenglar sem tengjast hátíðinni og listamönnum hnnar.

Við Djúpið á Facebook.

//

Check out our Facebook fan page to get updates on our plans for this year´s festival and to see photos from the previous festivals.

Við Djúpið on Facebook.

 

Syndicate content